Fróðleikur

Verk og vit 2018

Stórsýning í Laugardalshöll – 8 – 11 mars

Stórsýningin Verk og vit er nú haldin í fjórða sinn.
Aðsóknarmet var slegið á síðustu sýningu árið 2016. Þá sóttu um 23.000 gestir sýninguna, þar sem um 100 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög kynntu vörur sínar og þjónustu.

Á sýningunni Verk og vit 2018 munu um 110 sýnendur, framleiðendur og innflytjendur bjóða upp á framsækna þróun og nýjungar í byggingariðnaði, skipulagsmálum og mannvirkjagerð.

Opnunartími Verks og vits 2018

Fimmtudaginn 8. mars kl. 17:00–21:00 (fagaðilar)
Föstudaginn 9. mars kl. 11:00–19:00 (fagaðilar)
Laugardaginn 10. mars kl. 11:00–17:00 (fagaðilar/almennir gestir)
Sunnudaginn 11. mars kl. 12:00–17:00 (fagaðilar/almennir gestir)

Verð aðgöngumiða

Fagaðilamiði: 2.500 kr. (gildir alla sýningardaga)
Almennur miði: 1.500 kr. (gildir laugardag eða sunnudag)
Eldri borgarar, öryrkjar, börn yngri en 12 ára og nemar fá frítt inn (laugardag/sunnudag)

Fjöldi viðburða er á dagskrá sýningarinnar og verða þeir kynntir þegar nær dregur.