Lýsing
Öryggishjálmur með loftöndun og hökuól úr Bolt™200 línunni frá framleiðanda Milwaukee. Öryggishjálmurinn býður upp á auðvelda aðlögun með Bolt™ kerfinu og yfirburða þægindi með hjólaskrallstillingu. Skel hans er hönnuð úr Lexan™ efni sem er gríðarlega höggþolið. Hann er með stillanlegu svitabandi með öndun, ásamt innri svampi sem eykur þægindi enn frekar, ásamt því að veita enn betri höggvörn. Bæði er hægt að þvo og skipta út innri svampinum ásamt svitabandinu. Bolt™ 200 Ventilated frá Milwaukee er ekki bara hjálmur, heldur fjárfesting í öryggi og þægindum fyrir hvern vinnudag. Hjálmurinn uppfyllir vottanir samkvæmt EN 12492 – vottað hökuband (rauður litakóði), samkvæmt EN 397:2012 með valkvæðum kröfum um háan hita – 40°C, og samkvæmt EN 12492:2012. Einnig samræmist hann ákvæði 5.3 í EN 50365, rafeinangrandi hjálmar til notkunar á lágspennuvirkjum. Hjálminn eigum við einnig til í gulum hi-vis og svörtum lit.
- Einstaklega þægilegt og auðvelt að stilla
- BOLT™ kerfi veitir samhæfni á milli margra aukahluta með einföldu og leiðandi festingarkerfi
- Skel úr Lexan™ – sem er mjög höggþolið efni
- Skiptanlegt og þæginlegt svitaband og innri svampur (veitir meiri höggvörn) sem hægt er að þvo
- Léttur
- Loftöndun