Lýsing
MILWAUKEE® M18 FUEL™ stingsög – Öflug og nákvæm sög sem hentar einstaklega vel í krefjandi skurðarvinnu þar sem stjórn, nákvæmni og sléttur skurður skipta máli. Með ergónómísku body-grip handfangi færðu betra jafnvægi og meiri stjórn, sérstaklega við nákvæma vinnu og langa skurði. Kolalaus POWERSTATE™ mótor skilar allt að 3.500 slögum á mínútu og tryggir hraðan skurð, minni titring og langan endingartíma. Vélin nær allt að 32 m færslu á einni M18™ 5.0 Ah rafhlöðu. Með 6 hraðastillingum, sjálfvirkri ræsingu og 5 þrepa pendúlstillingu geturðu lagað afköst að mismunandi efnum og verkefnum, hvort sem unnið er í áli, stáli, tré eða öðrum efnum.
- 3.500 slög á mínútu– sléttari skurður með minni flísun og titringi
- 5 þrepa pendúlstilling – aukin skurðarafköst og hraði
- 6 hraðastillingar með sjálfvirkri ræsingu – hæg byrjun og stigvaxandi hraði fyrir nákvæma skurðbyrjun
- Aftengjanleg mjúk botnplata (soft shoe) – verndar viðkvæm yfirborð gegn rispum
- FIXTEC™ blaðafesting – fljót og verkfæralaus blaðaskipti
- Innbyggt LED vinnuljós – betri sýnileiki á vinnusvæði
- Kolalaus POWERSTATE™ mótor – hraðari skurður, lengri ending og meiri afköst
- Rykblásari – heldur skurðlínu hreinni og sýnilegri
- Sveigjanlegt M18™ rafhlöðukerfi – virkar með öllum MILWAUKEE® M18™ rafhlöðum
- Tvíhliða kveikjurofi – hægt að kveikja/slökkva úr hvaða stöðu sem er














