Lýsing
MILWAUKEE® Performance vinnuhanskarnir eru hannaðir fyrir daglega notkun þar sem þægindi, fingrafimi og gott grip skipta mestu máli. Þeir henta vel í almenn verk, uppsetningar, viðhald og léttari iðnaðarvinnu. Loftgóð tri-cot fóðring tryggir mikla öndun og þægindi allan daginn, á meðan Hook & Loop lokun (frönsk rennilásfesting) veitir örugga og stillanlega mátun. SMARTSWIPE™ snertivirkni á fingrum gerir þér kleift að nota snertiskjái án þess að taka hanskana af, og terry cloth þumall með rakadrægu efni er hentugur til að þurrka svita á t.d. enni við vinnu. Hanskanir eru CE-vottaðir samkvæmt EN ISO 21420 og EN388:2016 (2121A) og veita áreiðanlega vernd við daglega notkun. Hanskana eigum við einnig til í stærðum 9/L og 11/2XL.
- CE-vottaðir – EN ISO 21420 og EN388:2016 (2121A)
- Framúrskarandi fingrafimi – hannaðir fyrir nákvæma og daglega vinnu
- Hook & Loop lokun (frönsk rennilásafesting) – tryggir örugga og stillanlega passun
- Loftgóð tri-cot fóðring – veitir mikla öndun og þægindi allan daginn
- SMARTSWIPE™ snertivirkni – gerir notkun snertiskjáa mögulega án þess að taka hanskana af
- Svitaþurrkandi þumall (terry cloth) – hentugt til að þurrka svita í vinnu









