Saga Helly Hansen nær yfir 140 ár og hófst árið 1877 og er í dag eitt af leiðandi skandinavískra fatamerkja sem bjóða upp á fjölbreytt úrval af fatnaði og búnað þar sem afköst, vernd og öryggi skipta hvað mestu máli.
Fyrirtækið Helly Hansen framleiðir hátækni íþróttafatnað sem er sérstaklega hannaður fyrir íþróttamenn. Þekkingin, tæknin, gæðastaðlar, efnisval og fleira er yfirfært á framleiðslu vinnufatnaðar undir merki HH Workwear.
Þú færð HH Workwear vinnufatnað og öryggisskó í verslunum okkar í Síðumúla 9, Reykjavík og Tryggvabraut 24, Akureyri.
Áhugaverður fatnaður úr vörulínu HH Workwear
Kensington smíðabuxur
Mögulega þær bestu á markaðnum í dag. Létt teygjuefni (4way) og losanlegir vasar. Ferð ekki í aðrar buxur eftir að hafa prufað þessar.
Kensington flísjakki
Kensington „prjónaflís“ jakki er úr endurunnu Polartec® efni. Frábær peysa undir skel á köldum dögum og hentar íslenskri veðráttu.
Kensington skór
Nýjustu skórnir frá HH Workwear.Þægilegir, mjúkir, léttir og með góða öndun. Hvað er hægt að biðja um meira? Jú, þú þarft aldrei að reima aftur.
Lifa merino bolur
Með Lifa® Merino ullarfötum færðu bestu eiginleika ullarinnar. Hún veitir þér þægilegan varma svo þér verði ekki kalt, en án þess að blotna af svita. Hannað fyrir mikla hreyfingu á köldum dögum. Tvö snið og margir litir í þessum frábæra innanundirfatnaði.
Lifa merino buxur
Lifa® Merino ullarfötin eru mjúk og þægileg. Þau halda á þér hita án þess að þú svitnir, jafnvel í mikilli hreyfingu. Þér er alltaf hæfilega hlýtt í Lifa® Merino ullarflíkum. Buxurnar fást í tveimur sniðum.
Chelsea Evo skel jakki
3-laga skel sem allir vilja eiga. Heldur þér þurrum að utan sem innan. Útloftun undir handakrika fyrir þá allra duglegustu.