Lýsing
MG268 Spilliefnaskápur frá ítalska framleiðandanum Magrini. Skápurinn er framleiddur úr kaldmótuðu stáli með styrktu einnar heildar byggingarkerfi og húðaður með epoxýdufti í 180° C ofni til að tryggja langan endingartíma. Útbúinn 4 stillanlegum vatnsþéttum safnbökkum, náttúrulegu loftræstikerfi og stönglæsingu með lykli. Fullkominn fyrir örugga geymslu á hættulegum efnum s.s.vökva- og duftefnum sem eru oxandi, eitruð, ertandi, skaðleg eða vatnsmengandi.