Lýsing
3M™ 4540+ er léttur og mjög slitsterkur einnota vinnugalli sem veitir áreiðanlega vernd samkvæmt PPE flokki II með Type 5/6 vottun gegn ryki og vökva. Gallinn er hannaður til notkunar yfir fatnað og hentar vel í krefjandi vinnuumhverfi þar sem þörf er á faglegum hlífðarbúnaði. Gallinn er búinn rennilás með yfirleggi, mjúkum teygjustroffum við úlnliði, mitti og ökkla sem tryggja góða pössun og mikla hreyfigetu. Sérstakt loftunarsvæði á bakinu og öndunargott polypropylene efni draga úr hitasöfnun og auka þægindi við langa notkun. Efnið er jafnframt eldvarnandi og þolir bæði glóð og hita.Til að auka öryggi er gallinn með antistatískri húðun að innan sem utan sem minnkar hættu á uppsöfnun stöðurafmagns. Þægileg hetta ver höfuð og andlit og styrking í klofi gerir gallann sérstaklega endingargóðan við beygjur og hreyfingar.













