Lýsing
Endurnýtanleg og þægileg öndunargríma úr 6500 seríunnni frá 3M™ – með Quick Latch (QL) hraðlosun sem gerir þér kleift að lyfta grímunni frá andliti án þess að taka hjálm af. Mjúk og loftþétt silíkónþétting tryggir örugga og þægilega pössun allan daginn. Gríman er samhæf við 3M bayonet-síur fyrir gas, gufu og agnir og hentar sérstaklega vel í trésmíði, málmiðnaði, almennri framleiðslu og matvælaiðnaði þegar hún er notuð með réttum 3M síum. Hálfgrímuna eigum við einnig til í stærðum S og L.
- Bayonet tenging – samhæf við 3M 2000/5000/6000/7000 síur
- Lág prófílhönnun – vítt sjónsvið og góð samhæfni við hjálma
- Quick Latch (QL) – hægt að losa grímu án þess að taka hjálm af
- Silíkón andlitsþétting – mjúk, stöðug og endingargóð
- Stillanleg höfuðól – betri pössun og þægindi
- 3M™ Cool Flow™ ventill – auðveldari öndun og minni hitauppsöfnun







