Lýsing
THUNDERWEB™ HSS-G borasettið frá MILWAUKEE® – borar sem eru hannaðir fyrir meiri styrk, lengri endingu og nákvæmari borun í málma. Sérstök THUNDERWEB hönnun gerir borana mun slitsterkari en hefðbundna bora og dregur verulega úr brotum, jafnvel við mikla álagsnotkun. Alhliða og mjög slitsterkir málmborar sem henta frábærlega í verkstæði, iðnað, viðhald og almenna málmvinnu. Settið inniheldur 19 stk af borum í stærðum frá 1.0 – 10.0 mm í 0,5 mm þrepum. Settið kemur í Höggþolnum ABS kassa með gúmmíhlífum á hornum fyrir aukna endingu.
- 135° split-point oddur – nákvæm byrjun án þess að borinn renni á yfirborði
- Hannaðir fyrir skilvirka flísalosun – losar heitar flísar hratt og dregur úr hitamyndun
- Höggþolinn ABS geymslukassi – með gúmmíhornavörn fyrir aukna endingu
- Slípað yfirborð – minni núningur og lengri ending borans
- THUNDERWEB™ kjarni – keilulaga uppbygging sem er þykkari og sterkari en á hefðbundnum borum
- Þolir meiri þrýsting og tog – færri brot og betri afköst við krefjandi borun




