Jafnlaunastefna
Tilgangur og markmið
Jafnlaunastefnu Verkfærasölunnar er ætlað að tryggja að við ákvörðun launa sé gætt fyllsta jafnréttis. Starfsmenn skulu njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf og skulu þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun ekki fela í sér kynjamismun eða aðra mismunun. Stjórnendur skuldbinda sig til að fylgja bæði lagalegum sem og öðrum kröfum sem fyrirtækið undirgengst til að ná markmiðum um að körlum og konum séu greidd jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Jafnframt skuldbinda stjórnendur sig til að viðhalda stöðugum úrbótum á sviði launajafnréttis, hafa eftirlit með viðmiðum og bregðast við óútskýrðum launamun og þeim frávikum sem kunna að koma upp við rýni á ferlum launaákvarðanna.
Við ákvörðun starfskjara skal tryggt að þau viðmið sem lögð eru til grundvallar þeirri ákvörðun feli ekki í sér kynjamismun. Það gildir jafnt um lífeyrisframlag, lengd orlofs eða veikindaréttar eða hvers konar annarra starfskjara sem hægt er að meta til fjár.
Verkfærasalan greiðir laun eftir umfangi og eðli starfa og taka mið af þeim kröfum sem störf gera óháð kyni. Forsendur launaákvarðana eru að þær séu í samræmi við kjarasamninga, studdar rökum og tryggi að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf óháð kyni.
Jafnlaunastefna Verkfærasölunnar er hluti af jafnréttisáætlun fyrirtækisins en tilgangur jafnréttisáætlunar er að tryggja að starfsmönnum sé ekki mismunað á nokkurn hátt svo sem vegna kyns, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, kynhneigðar, litarháttar, efnahags, ætternis, fötlunar, aldurs eða stöðu að öðru leyti. Jafnréttisáætlun er unnin í samræmi við lög nr.150/2020.
Jafnlaunakerfi og gildissvið
Verkfærasalan hefur innleitt jafnlaunakerfi sem nær til allra starfsmanna félagsins og samstæðu félaga. Markmið jafnlaunakerfisins er að tryggja að stjórnendur fylgi ferlum sem tryggja launajafnrétti starfsmanna hans.