Lýsing
Fluid Film er alveg einstakt ryð og smurefni. Fluid Film er unnið úr lanolini sem kemur úr kindar ullinni. Fluid Film í 1 gallona dós (3.79L) fæst bæði þykkt og þunnt. Þykka efnið hentar einkar vel til að smyrja álagsfleti og undirvagna á bílum. Þunna efnið hentar vel til að leysa upp ryð, til ryðvarnar inní hlutum(svosem sílsa og hurðar), rafrásum þar sem það leiðir ekki rafmagn og sem alhliða smurefni.