Rafmagnsverkfæri

Rafmagnsverkfæri í miklu úrvali
Verkfærasalan hefur rafmagnsverkfæri í miklu úrvali frá Milwaukee og Ryobi. Þú getur valið þér hágæða hörku rafmagnsverkfæri fyrir 12V og 18V hleðslurafhlöður eða hefðbundin 220V rafmagnsverkfæri hjá Verkfærasölunni. Kynntu þér úrvalið hér fyrir neðan og hafðu endilega samband við okkur vfs@vfs.is ef þú hefur einhverjar spurningar. Þú færð faglega ráðgjöf við val á rafmagnsverkfærum hjá sölumönnum okkar í verslunum okkar.

Verkfærasalan leggur mikinn metnað í þjónustu við eigendur Ryobi og Milwaukee rafmagnsverkfæra. Verkfærasalan rekur öflugt verkstæði fagmanna sem gera við hratt og örugglega. Verkfærasalan á varahluti í flestar vélar og ef þeir eru ekki til þá er þeim flogið heim hratt og örugglega. Við hjá Verkfærasölunni vitum hvað verkfæri skipta miklu máli og leggjum okkur því fram við að verkfæri stoppi stutt við hjá okkur ef svo ólíklega vildi til að þau biluðu.

Verkfærasalan býður tvö öflug vörumerki í rafmagnshandverkfærum Ryobi og Milwaukee. Hleðslurafhlöður með sömu spennu ganga í öll verkfæri frá sama framleiðanda með sömu spennu, bæði hjá Ryobi og Milaukee.