Lýsing
Mjög endingargott og sterkbyggt sláttuorf úr M18™ línunni frá Milwaukee. Orfið er með kolalausan POWERSTATE™ mótor sem gefur aukin afköst, lengri líftíma og skilar hámarksafli. Sláttuorfið hefur 2 hraðastillingar og gefur fulla inngjöf á innan við 1 sekúndu. Að auki hefur það stillanlegan 35-40 cm skurð. Einnig eigum við sláttuorfið til í pakka ásamt 4Ah M18 rafhlöðu.
- Endist allt að 1 klst með M18™ 8.0 Ah rafhlöðu
- Kolalaus POWERSTATE™ mótor sem gefur aukin afköst, lengri líftíma og skilar hámarksafli
- REDLINK PLUS™ er háþróuð stafræn yfirálagsvörn fyrir verkfæri og rafhlöður sem eykur einnig afl undir álagi
- Ræður vel við hátt gras
- Stillanlegur skurður 35-40 cm
- Tvær hraðastillingar, 4600 sn/mín og 6200 sn/mín
- Virkar með öllum MILWAUKEE® M18 ™ rafhlöðum
- Þvermál skurðs 2,4 mm
- 2 hraðastillingar
Án rafhlöðu og hleðslutækis.