Lýsing
Handsmíðuð, 1225g exi frá sænska framleiðandanum Hultafors. Exin er framleidd úr sænsku axarstáli með hefðbundinni framleiðsluaðferð sem hefur verið notuð síðan árið 1697. Það er, hún er eldsmíðuð sem eykur þ.a.l. þéttleika hennar og gæði. Skaftið er beint, framleitt úr hickory trévið. Brúnir axarhaussins eru beinar og mjóar sem veitir mikla nákvæmni við trésmíðaverk. Þessi öxi er nefnd eftir einum reyndasta járnsmið Hults Bruk frá fyrri hluta 20. aldar, Ernst Stålberg. Leður axarslíður fylgir með, ásamt lífstíðarábyrgð á axarhausnum.
- Beinar og mjóar brúnir fyrir meiri nákvæmni
- Eldsmíðuð, aukinn þéttleiki og gæði
- Handsmíðuð og gerð úr sænsku axarstáli
- Klassísk famleiðsluaðferð við gerð axarinnar, sem hefur verið notuð síðan 1697
- Leður axarslíður fylgir með
- Lífstíðarábyrgð á axarhausnum
- Mikill þéttleiki og endingargóð
- Skaftið er úr hickory-trévið
Þyngd alls: 1225g
Þyngd haus: 850g
Efni skaft: Hickory tréviður
Lengd skafts: 500 mm/20″
Týpa skaft: Beint