Lýsing
Camo pallaskrúfukerfið fæst hjá Verkfærasölunni. Það samanstendur af Camo pallaskrúfum, og sérstöku áhaldi til að festa með, Camo Marksman Pro. Í stað þess að skrúfa pallaskrúfurnar ofan í borðin skrúfast þær inn í jaðarinn á borðinu. Með þessu móti verða engir skrúfuhausar sýnilegir og engin hætta á fólk fái tréflísar í sig.
Pallaskrúfunum fylgir skrúfbiti sem passar í venjulegar borvélar. Camo Marksman Pro áhaldið auðveldar þér að koma hverri skrúfu fyrir í jaðri borðanna um leið og það ákvarðar jafnframt bilið á milli borða. Í stuttu máli, skrúfan er sett í áhaldið og svo skrúfað fast með borvélinni. . Haldið í Camo pallaskrúfunum er mjög gott enda eru þær með tvöföldum skrúfgangi og sérlega góðu gripi.
Kostirnir við ameríska Camo pallaskrúfukerfið eru ótvíræðir: Mjög mikill tímasparnaður því þetta er afskaplega fljótleg aðferð. Haldið í Camo skrúfum er mjög gott og með góðu viðhaldi endist pallurinn vel og lengi. Pallaskrúfurnar verða ósýnilegar og engin hætta er á að fá tréflís.
CAMO MARKSMAN PRO fyrir 133-146 mm borð