Jafnréttisstefna

Jafnréttisstefnan nær til allra starfsmanna og er unnin í samræmi við lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla auk annarra laga sem snúa að jafnréttismálum. Hluti af jafnréttisstefnu er jafnlaunastefna og jafnréttisáætlun.
Jafnréttisstefna Verkfærasölunnar nær til kyns, aldurs, kynþáttar, trúarbragða og kynhneigðar.
Konur og karlar eiga sömu möguleika og sama rétt hjá Verkfærasölunni, s.s. hvað varðar ráðningar, þjálfun, launaþróun, starfsumhverfi og framgang í starfi.
Við starfsþróun er tekið mið af hæfni, frammistöðu, starfsreynslu og menntun.

Jafnlaunastefna:

Verkfærasalan mismunar ekki starfsfólki í launum s.s. eftir kyni, kynferði, þjóðerni eða aldri.
Sérstakt kerfi hefur verið innleitt sem nær til allra starfsmanna og byggist jafnlaunastefna Verkfærasölunnar á því.
Markmið þess er að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsmanna til fulls án þess að mismunun eigi sér stað.
Mismunun vegna kynferðis er ekki liðin hjá Verkfærasölunni fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
Stöðug yfirferð og umbætur skulu eiga sér stað á launakerfinu.
Ef um mismunun í launum er að ræða er gerð áætlun um lagfæringu á þeim mismun.

Jafnréttisáætlun:

Verkfærasalan er með jafnréttisáætlun um jafnrétti kynjanna, í samræmi við lög nr. 150/2020, en hún felur í sér markmið og aðgerðir varðandi til dæmis kynjahlutföll í stjórnunarstörfum og launamun kynjanna.
Yfirstjórn ásamt mannauðsstjóra Verkfærasölunnar setur sér jafnlaunamarkmið og er nákvæm aðgerðaráætlun síðan gerð á hverju ári, eftir úttekt jafnlaunavottunar, til þess að ná þessu markmiði.
Hluti af jafnréttisáætlun er að útrýma alfarið launamuni kynjanna.
Stjórnendur skuldbinda sig til að viðhalda stöðugum umbótum, eftirliti og bregðast við óútskýrðum launamun og þeim frávikum sem koma fram við rýni á jafnlaunakerfinu.
Í ráðningu í stjórnunarstörf skal horfa til kynjahlutfalls, og ef um jafn hæfa einstaklinga er að ræða skal horfa til þess kyns sem hallað er á.
Laus störf skulu standa opin jafnt konum sem körlum.
Starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun skal vera aðgengileg konum og körlum.
Vinnustaður Verkfærasölunnar skal vera fjölskylduvænn.